Sevastopol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sevastópol)
Loftmynd af Sevastópol

Sevastopol eða upphaflega Sebastópol (rússneska/úkraínska: Севасто́поль, krímtataríska: Aqyar, gríska: Σεβαστούπολη, Sevastúpolí) er borg á suðvesturhluta Krímskaga við Svartahaf. Deilt er um hvort borgin tilheyri Úkraínu, sem lítur á hana sem borg með sérstöðu, eða Rússlandi, sem telur hana alríksborg innan Krímskaga. Í borginni búa um 419 þúsund manns (2017). Lega borgarinnar og hennar greiðfæru hafnir hafa gert hana að mikilvægri hafnarborg og bækistöð fyrir sjóheri í gegnum söguna.

Þrátt fyrir smæð — borgin er aðeins 864 ferkílómetrar að flatarmáli — ýta einstakir hafnareiginleikar hennar undir sterkt efnahagslíf. Milt er á veturna og á sumrin er frekar varmt og þessvegna er hún vinsæll ferðamannastaður fyrir borgara fyrrverandi Sovétríkjanna. Borgin er líka mikilvæg miðstöð sjávarlíffræði en þar hafa höfrungar verið tamdir frá seinni heimsstyrjöldinni.

Heiti borgarinnar Sevastopol, og áður Sebastopol, kemur frá grísku Σεβαστόπολις (klassískri grísku: Sebastópolis; nýgrísku Sevastópolis). Heitið er sett saman af -pólis, sem merkir borg eða bær og -sebastós, sem gefur til kynna einhverskonar hæð eða virðuleika.



  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.