Risalífviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Risalífviður
Gamalt tré í Vancouver
Gamalt tré í Vancouver
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Cupressaceae
Ættkvísl: Thuja
Tegund:
T. plicata

Tvínefni
Thuja plicata
Donn ex D.Don
Útbreiðsla risalífviðs
Útbreiðsla risalífviðs
Barr og könglar


Risalífviður (fræðiheiti: Thuja plicata) er sígrænt tré af sýprisætt (Cupressaceae) sem ættað er úr vesturhluta Norður-Ameríku, er það finnst aðallega við Kyrrahafsströnd Bresku Kólumbíu í Kanada og Washington-fylki og Oregon-fylki Bandaríkjanna.[1] Trén verða allt að 70 m há og yfir 800 ára. Tegundin er skuggþolin og þrífst í rökum eða blautum jarðvegi.[2] Risalífviður er einstofna, beinvaxið tré með keilulaga krónu.[3]

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Risalífviður hefur t.d. verið ræktaður við Jökullæk í Hallormsstaðaskógi og Lystigarði Akureyrar. Risalífviður þarf algjört skjól undir skermi annarra trjáa í æsku og vex hægt til að byrja með.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2015. Sótt 21. ágúst 2015.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 21. ágúst 2015.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. apríl 2017. Sótt 21. ágúst 2015.


Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.