Reggio Calabria

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reggio di Calabria.

Reggio di Calabria einnig þekkt sem Reggio Calabria og Reggio er borg á suður-Ítalíu og stærsta borgin á Kalabríuskaga. Íbúar eru rúmlega 200.000 (2015) en um 560.000 búa á stórborgarsvæðinu. Borgin á sér langa sögu og var mikilvæg grísk borg á 5 og 6. öld fyrir Krist. Árið 1908 varð jarðskjálfti þar sem eyðilagði megnið af borginni og fórust tugþúsundir.

Mikil söguleg og menningarleg tengsl eru við borgina Messina á Sikiley en Messínasund liggur á milli þeirra. Einnig er þar rígur í Derby dello Stretto þar sem knattspyrnuliðið Reggina og A.C.R. Messina mætast.

Aspromonte er fjall nálægt Reggio Calabria.