Plága

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yersinia pestis, bakterían sem veldur plágu.

Plága er smitsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Einkenni plágu eru hiti, veikleiki og höfuðverkur. Einkenni birtast yfirleitt einum til sjö dögum eftir smit.

Kýlapest er tegund plágu sem smitast milli manna í gegnum flær. Kýlapest fylgir eitlabólga. Lungnapest er plága sem smitast í gegnum sýkla í loftinu. Einkenni lungnapestar eru mæði, hóstahviða og brjóstverkir. Greining á plágu fer yfirleitt fram með því að leita að bakteríunni í eitlavökva, blóði eða hráka.

Mælt er með bólusetningu gegn plágu hjá viðkvæmum einstaklingum. Þá sem hafa hugsanlega komið í snertingu við bakteríuna má meðhöndla með lyfjum. Smitaða má meðhöndla með sýklalyfjum og líknarmeðferð. Helstu sýklalyfin sem notuð eru við plágu eru gentamísín og flúorkínólón. Dauðalíkur eftir meðferð eru 10% eða 70% án meðferðar.

Um það bil 600 tilvik plágu koma fyrir á hverju ári, helst í Austur-Kongó, Madagaskar og Perú. Stórir plágufaraldrar hafa átt sér stað í gegnum söguna. Einn sá þekktasti er svartidauði sem átti sér stað á 14. öld. Talið er að hann hafi kostað 50 milljón manns lífið.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.