Patricia Highsmith

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Patricia Highsmith árið 1988.

Patricia Highsmith (19. janúar, 19214. febrúar, 1995) var bandarískur rithöfundur sem er þekktust fyrir sálfræðitrylla. Bækur hennar hafa verið kvikmyndaðar yfir 20 sinnum. Þekktustu skáldsögur hennar eru Strangers on a Train frá 1950, The Price of Salt frá 1952 og The Talented Mr. Ripley frá 1955. Hún skrifaði síðar fjórar framhaldssögur um Tom Ripley.

Hún þjáðist af ýmsum kvillum um ævina, þar á meðal þunglyndi og alkóhólisma. Hún var lesbía en sambönd hennar entust aldrei nema stuttan tíma og hún var fræg fyrir að taka félagsskap dýra fram yfir fólk. Hún ólst upp í New York-borg en bjó lengst af í Evrópu, þar á meðal í Englandi og Frakklandi. Hún lést í Locarno í Sviss.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.