Omsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Omsk.

Omsk (rússneska: Омск) er borg og stjórnsýslumiðstöð Omsk fylkis í Rússneska sambandsríkinu. Borgin er staðsett á í suðvesturhluta Síberíu á Vestur-Siberíu sléttunni meðfram bökkum Irtysh fljótsins rennur til norðurs og við ármót Om árinnar. Borgin er 2.236 kílómetra austur af Moskvu. Í Omsk búa 1.154.116 manns og er borgin næststærsta borg Rússlands austur af Úralfjöllum á eftir borginni Novosibirsk og sjöunda stærsta borg Rússlands.

Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Omsk er mikilvæg samgöngumiðstöð og hefur það ýttu mjög undir vöxt borgarinnar. Þar er ma. mikilvæg lestarstöð fyrir Síberíulestina sem byrjað var að leggja árið 1890. Þar er einnig umskipunaraðstaða á ánni Irtysh sem tengist síðan í fljótið Ob.

Í borginni eru fjölmargar atvinnugreinar á borð við olíuhreinsun og ýmiss olíu- og efnaiðnaður, og framleiðsla á gervigúmmí, framleiðsla landbúnaðarvéla, textílframleiðsla, timburvinnsla, framleiðsla á skófatnaði og leðurvöru, sem og ýmiskonar matvinnsla. Í Omsk mætast olíuleiðslur vestur frá Volgusvæðinu og Vestur-Siberíu.

Loftslag[breyta | breyta frumkóða]

Í borginni Omsk er rakt loftslag sem einkennist af miklum sveiflum í lofthita. Meðalhitastig, sem er tekin á undanförnum þremur áratugum, er +20 ° C í júlí og -17 ° C í janúar. Hitastig getur náð +40 ° C á sumrin og farið niður í -45 ° C á veturnar. Að meðaltali sér Omsk meira en 300 sólríka daga á ári (2201 klukkustundir). Meðal árleg úrkoma er 415 mm.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]