No Logo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða No Logo

No Logo: Taking Aim at the Brand Bullies er bók eftir kanadíska rithöfundinn og aðgerðarsinnann Naomi Klein sem kom út árið 1999, skömmu eftir að mótmælin gegn fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem haldin var í Seattle í Bandaríkjunum, höfðu náð heimsathygli fjölmiðla. Hún hefur haft mikil áhrif á þá sem mótmælt hafa alþjóðavæðingunni og varð alþjóðleg metsölubók.

Í bókinni lýsir höfundurinn því hvernig áhrif henni finnst auglýsingar og vörumerki hafa á líf og líðan fólks. Bókin skiptist í fjóra hluta, „No Space“, „No Choice“, „No Jobs“ og „No Logo“. Í fyrstu þremur hlutunum beinir hún sjónum sínum að neikvæðum áhrifum af áherslu stórfyrirtækja á merkjavöru en í þeim fjórða lýsir hún hinum ýmsu aðferðum sem fólk hefur notað til að verjast þeim áhrifum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.