Niðarhólmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Niðarhólmur (norska: Munkholmen) er eyja fyrir utan Þrándheim í Noregi, úti fyrir mynni árinnar Nið.

Sá fyrsti sem getur um hólminn var Snorri Sturluson. Hann segir svo í Heimskringlu:

Gæsalappir

Þá fór Ólafur konungur [þ.e. Tryggvason] og fjöldi bónda með honum út til Niðarhólms og hafði með sér höfuð Hákonar jarls [þ.e. Hlaðajarls] og Karks. Sá hólmur var þá hafður til þess að drepa þar þjófa og illmenni, og stóð þar gálgi, og lét hann þar til bera höfuð Hákonar jarls og Karks. Gekk þá til allur herinn og æpti upp og grýtti það að og mæltu, að þar skyldi níðingur fara með öðrum níðingum.“

— Heimskringla.

Knútur mikli konungur Dana, Engla og Norðmanna, lét reisa Benediktsklaustur í hólminum 1028, eða svo herma enskar heimildir. Konungur kom aldrei til Noregs, en stóð við hlið bænda og vildi með því styrkja stöðu sína gagnvart Ólafi konungi Haraldssyni.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.