Nið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gömul pakkhús á bökkum árinnar Nið í miðbæ Þrándheims

Nið er á sem rennur gegnum Þrándheim og til sjávar í Þrándheimsfirði í Noregi. Þar var gott skipalægi og þar myndaðist kaupstaður og byggðin Niðarós sem nú nefnist Þrándheimur. Fyrir framan ána er hólminn Niðarhólmur. Nið er 31,2 km löng og rennur til norðurs frá Selbusjøen. Áin er hluti af stærra vatnakerfi sem nær alveg til landamæra Noregs og Svíþjóðar.

Fiskveiði Í efsta hluta Nið eru urriðar og milli Nedre- og Øvre Leirfoss er öllum heimilt að veiða. Í neðstu átta km árinnar er laxveiði.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]