New Holland Ag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þreskivél frá New Holland (CR960)
New Holland TM 125
New Holland stórbaggavél

New Holland er bandarískt fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðar- og jarðvinnsluvélar. Það var stofnað í Pennsylvaníu árið 1895 og er í dag hluti af CNH Global.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

  • Abe Zimmerman stofnaði fyrirtækið 1895 í New Holland-fylki í Pennsylvaníu.
  • Árið 1947 sameinaðist það svo Sperry Corporation og kallast þá Sperry New Holland.
  • Það keypti svo meirihluta í belgíska fyrirtækinu Claeys sem framleiddi þreskivélar, árið 1964.
  • 1974 seldi Sperry New Holland hluta framleiðslunnar, sem hafði með garðsláttuvélar og fleira, til Ariens svo framleiðsla þeirra féll niður um hríð hjá Sperry New Holland.
  • Árið 1986 kom Sperry New Holland í hlut Ford og tók upp nafið Ford New Holland.
  • Öll samsteypan var seld til Fiat árið 1991. Þá varð til N.H. Geotech. Dráttarvélar sem seldar voru frá fyrirtækinu á árabilinu 1991 til 1993 voru í tveimur flokkum; þekktust á rauðbrúnum lit (Fiat New Holland) og bláum lit (Ford New Holland).
  • 1991 keypti Ford New Holland Versatile Farm Equipment Company í Kanada.
  • Tveimur árum síðar skipti N.H. Geotech svo um nafn; tók nú upp New Holland N.V.
  • 1999: Fiat keypti Case IH, sameinaði það New Holland N.V. og skipti á ný um nafn; CNH Global N.V. Þó voru Case IH og New Holland-traktorar áfram seldir undir sér merkjum. Til að fulltryggja kaupin var Versatile selt til Buhler Industries í Winnipeg. Dráttavélaverksmiðjurnar í Doncaster á Englandi voru seldar ARGO og með því fór McCormick.
  • Frá árinu 2000 hafa allar dráttarvélar verið bláar og bara merkið New Holland notað. Þreskivélarnar eru hins vegar gular og bláar en bindivélar rauðar og gular.

Þjónustu- og söluaðili fyrir New Holland landbúnaðartæki á Íslandi eru Kraftvélar ehf.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]