Neil Patrick Harris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neil Patrick Harris
Harris árið 2014.
Harris árið 2014.
Upplýsingar
FæddurNeil Patrick Harris
15. júní 1973 (1973-06-15) (50 ára)
MakiDavid Burtka
Helstu hlutverk
Barney Stinson í How I Met Your Mother

Neil Patrick Harris (fæddur 15. júní 1973) er bandarískur leikari og töframaður. Hann er þekktastur fyrir aðalhlutverkin í Doogie Howser, M.D., sem og kvennabósinn Barney Stinson í How I Met Your Mother. Einnig er hann þekktur fyrir leik sinn í Harold & Kumar-myndunum þar sem hann leikur sjálfann sig. Hann var einnig kynnirinn á 61 Tony Verðlaununum sunnudaginn 26. apríl 2009.

Umfjöllun[breyta | breyta frumkóða]

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Harris fæddist í Albuquerque í New Mexico í Bandaríkjunum og ólst upp í Ruidoso í sama fylki. Hann á eldri bróður sem heitir Mark og byrjaði Neil að leika vegna þess að hann elti bróður sinn í áheyrnarprufu í fjórða bekk þar sem hann fékk síðan hlutverk Toto í skólauppsetningu af Galdrakarlinum í Oz. Hann gekk í La Cueva menntaskólann í Albuquerque og var alltaf virkur í leikritum og söngleikjum. Harris var frábær nemandi og útskrifaðist með sóma árið 1991. Hann var þremur árum á undan skólafélaga sínum Freddie Prinze Jr.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Harris byrjaði ferill sinn sem barnaleikari og var hann uppgvötaður af Mark Medoff í leiklistarbúðum í Las Cruces í New Mexico. Medof fékk hann til að leika í myndinni Clara's Heart árið 1998 með Whoopi Goldberg og fékk hann Golden Globe tilnefningu. Árið 1998 lék hann einnig í Purple People Eater, sem var barna-fantasía. Árið eftir náði hann aðalhlutverki í Doogie Howser, M.D., og var hann aftur tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna. Eftir að fjórða þáttaröð Doogie Howser endaði árið 1993, lék Harris nokkur gestahlutverk í sjónvarpi, áður en hann tók að sér hlutverk í kvikmynd sem fullorðinn maður í myndinni Animal Room. Síðan þá hefur kvikmyndaferill hanns innhaldið aukahlutverk í myndum eins og The Next Best Thing, Undercover Brother, Starship Troopers og svo í Harold & Kumar Go to White Castle og Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay en í báðum myndunum lék hann uppdópaðan, og tilbúna útgáfu af sjálfum sér.

Frá 1999 til 2000 lék Harris með Tony Shalhoub í grínþættinum Stark Raving Mad, sem entist í 22 þætti. Hann hefur leikið aðalhlutverk í fjórum myndum.

Harris hefur unnið á Broadway í bæði söngleikjum og dramatískum hlutverkum. Hann lék Tobias Ragg árið 2001 í tónleikaútgáfu af Sweeney Todd. Árið 2002 lék hann með Anne Heche í Proof. Árið 2003 tók hann hlutverk Emcee í Cabaret að sér með Deboruh Gibson og Tom Bosley.

Árið 2004 lék hann tvöfalt hlutverk í Balladeer og Lee Harvey Oswald á Broadway í tónlistarútgáfu af Assassins. Hann söng einnig hlutverk Charles (fyrst leikinn af Anthony Perkins) í upptöku Nonesuch í Evening Primrose. Hann hefur einnig leiki Mark Cohen í söngleiknum RENT. Núverandi hlutverk Neils er Barney Stinson í gamanþættinum How I Met Your Mother, kvennabósa sem færði honum Emmy-tilnefningar árin 2007 og 2008.

26. apríl 2009 var Harris kynnir á 7. árlegu Land-verðlaununum.

Harris var kynnir á 63 Tony-verðlaununum 7. júní 2009. Hann verður einnig kynnir á Primetime Emmy-verðlaununum þann 20. september 2009.

Harris mun leika í myndinni Beastly, með Alex Pettyferog Vanessu Hudgens. Hann mun leika blindan leiðbeinanda í skólanum. Myndin á að koma út 30. júlí 2010.

Hann mun einnig leika aðalhlutverkið í gamanmyndinni The Best and the Brightest sem áhyggjulaus faðir sem rífur fjölskyldu sína upp með rótum frá Delaware til fína hverfisins í New York City.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Harris ásamt eiginmanni sínum David Burtka.

Í nóvember 2006 eftir að spurst hafði út um rómantískt samband á milli Harris og leikarans David Burtka á netinu, kom Harris út úr skápnum í People. Hann hafði verið samkynhneigður í einkalífinu og í leikhúsinu, en sagði, „Fjölmiðlar hafa alltaf verið góðir við mig, og þar til nýlega hafði ég átt nokkuð eðlilegt líf. En núna virðist það vera svo að áhugi á einkalífi mínu og samböndum hafi aukist. Svo, í staðinn fyrir að hunsa þá sem vilja birta skoðanir sínar án þess að tala við mig, mun ég vera tilbúinn til þess að svara öllum sögusögnum og þh. og er ég nokkuð stoltur af því að segja að ég er mjög hamingjusamur samkynhneigður maður og lifi lífi mínu til hins fyllsta og finnst ég vera mjög heppinn að vinna með frábæru fólki í bransa sem ég elska“.

Harris og Burtka komu samn á Emmy-verðlaunahátíðina í september 2007 sem opinbert par í fyrsta skipti. Neil og David hafa verið saman síðan í apríl 2004. Harris hefur talað um Burtka sem „betri helming sinn“ og „frábæran kokk“. 8. sepetmber, árið 2014 tilkynnti Harris að hann og Burtka hefðu gengið í hjónaband. Athöfnin átti sér stað á Ítalíu helgina áður.

Harris er aðdáandi töfrabragða og er sjálfur töframaður eins og persónan hans í How I Met Your Mother. Hann vann töfraverðlaun Tannen's Magic Louis árið 2006 og hélt World Magic-verðlaunin árið 2008.

Vinna[breyta | breyta frumkóða]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

  • Top Chef Masters sem hann sjálfur (þáttur 4)
  • Doogie Howser, M.D. sem Doogie Howser
  • Oz s02e05 sem Cyril in 1999
  • Stark Raving Mad sem Henry McNeeley
  • How I Met Your Mother sem Barney Stinson
  • Roseanne cameo as Doogie Howser
  • Saturday Night Live
  • Law and Order: Criminal Intent sem John Tagman
  • Numb3rs sem Ethan Burdock
  • Son of the Beach sem Loverboy
  • The Outer Limits sem Howie Season 2 Episode 13
  • Quantum Leap return of the evil leaper 1993 sem Mike Hammond frat boy

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Purple People Eater (1988)
  • Clara's Heart (1988) sem David Hart
  • Stranger in the Family(1991) sem Steve Thompson
  • The Man in The Attic (1995) sem Edward
  • Not Our Son (1995) sem Paul Kenneth Keller
  • Animal Room(1995) sem Arnold Mosk
  • Starship Troopers (1997) sem Colonel Carl Jenkins
  • The Christmas Wish (1998) sem Will
  • The Proposition (1998)
  • Joan of Arc (1999) sem The Dauphin (King Charles VII)
  • The Next Best Thing (2000) sem David
  • Undercover Brother (2002) sem Lance
  • The Mesmerist (2002) sem Benjamin
  • Harold & Kumar Go to White Castle (2004) sem Neil Patrick Harris
  • The Golden Blaze (2005) sem Comic Shop Owner
  • Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay (2008) sem Neil Patrick Harris
  • Beastly (2010) sem Will
  • The Best and The Brightest (2010) sem Jeff
  • A Very Harold and Kumar Christmas (2010) sem Neil Patrick Harris

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

  • Rent (1997) 2nd National Tour-LA, San Diego Mark Cohen
  • Romeo and Juliet (1998) Old Globe Theatre, San Diego Romeo Montague
  • Sweeney Todd (2001) San Francisco Symphony Orchestra concert version Tobias Ragg
  • Proof (2002) Broadway, Hal
  • Cabaret (2003) Broadway, Emcee
  • Assassins (2004) Broadway Balladeer; Lee Harvey Oswald
  • Tick, Tick... BOOM! Jon (2005) Menier Chocolate Factory, London
  • All My Sons (2006) Chris Keller, Geffen Playhouse, Los Angeles
  • Amadeus, Wolfgang Amadeus Mozart 20.júlí 2006 á The Hollywood Bowl

Talsetning[breyta | breyta frumkóða]

  • Justice League: The New Frontier (2008) Flash
  • Spider-Man: The New Animated Series (2003) Peter Parker/Spider-Man
  • Capitol Critters (1992) Max
  • The Simpsons (1991), sem hann sjálfur að leika Bart Simpson.
  • Family Guy (2007) sem Barney Stinson í eftirlíkingu af How I Met Your Mother á móti meðleikara sínum Josh Radnor
  • Captain Planet and the Planeteers (1992)
  • Static Shock (2000) Endurspilun
  • Batman: The Brave and the Bold (2009)

Tölvuleikir[breyta | breyta frumkóða]

  • Saints Row 2 (2008) sem DJ Veteran Child
  • Eat Lead: The Return of Matt Hazard sem Wally Wellesly

Internetið[breyta | breyta frumkóða]

  • Dr. Horrible's Sing-Along Blog (2008) sem Billy/Dr. Horrible
  • Prop 8 - The Musical (2008) sem Mjög klár strákur

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

  • The Bro Code eftir Barney Stinson og Matt Kuhn
  • Henry Huggins eftir Beverly Cleary
  • Henry and the Clubhouse eftir Beverly Cleary
  • Henry and the Paper Route eftir Beverly Cleary
  • Socks eftir Beverly Cleary
  • Marley: A Dog Like No Other eftir John Grogan
  • A Very Marley Christmas eftir John Grogan
  • Bad Dog, Marley! eftir John Grogan
  • The Hunt Club eftir Bret Lott

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

ÁR FLOKKUR VERÐLAUN NIÐURSTAÐA A.T.H.
1989 Young Artist verðlaunin Besti ungi leikari í kvikmynd - Drama Tilnefndur Clara's Heart
Golden Globe verðlaunin Besta frammistaða leikara í aukahlutverki í kvikdmynd Tilnefndur
1990 Young Artist verðlaunin Besti ungi leikari í sjónvarpsþætti Vann Doogie Howser, M.D.
1991 Vann
1992 Vann
Golden Globe verðlaunin Besta Frammistaða Leikara í Sjónvarpsþáttaröð - Gaman/Tónlist Tilnefndur
2007 Teen Choice verðlaunin Sjónvarpsleikari: Grín Tilnefndur How I Met Your Mother
Emmy verðlaunin Framúrskarandi Aukaleikari í Gamanþáttaröð Tilnefndur
2008 People's Choice verðlaunin Uppáhalds ,,sá sem stal senunni" Tilnefndur
Emmy verðlaunin Framúrskarandi frammistaða aukaleikara í gamanþáttaröð Tilnefndur
2009 Golden Globe verðlaunin Besta Frammistaða Leikara í Aukahlutverki í Þáttaröð, Lítilli þáttaröð eða Kvikmynd framleitt fyrir Sjónvarp Tilnefndur
Streamy verðlaunin Besti Karlkyns Leikari í Gamanþáttaröð á Netinu Vann Dr. Horrible's Sing-Along Blog
Emmy verðlaunin Framúrskarandi Aukaleikari í Gamanþáttaröð Tilnefndur How I Met Your Mother

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Neil Patrick Harris“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.