NBC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki NBC

National Broadcasting Company eða NBC er bandarísk einkarekin sjónvarpsstöð í eigu NBCUniversal sem er dótturfélag fjölmiðlasamsteypunnar Comcast. Stöðin er staðsett í Comcast Building í háhýsaþyrpingunni Rockefeller Center í New York-borg. Stöðin var stofnuð sem útvarpsstöð árið 1926 af Radio Corporation of America og hóf sjónvarpsútsendingar árið 1939.

Meðal þekktra þáttaraða sem sýndar hafa verið á NBC eru NBC News, The Tonight Show, Star Trek, og Saturday Night Live.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.