Morgunmatur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Morgunmatur (eða morgunverður) er máltíð sem snædd er að morgni dags, og er fyrsta máltíð dagsins. Einnig er til nokkuð sem nefnist „litli skattur“ eða „skatturinn“, en það er málsverður sem borðaður er um kl. 9 (á undan venjulegum morgunmat).

Samheiti á íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Morgunmatur á sér mörg samheiti á íslensku. Þau eru t.d. „árdegisverður“, „árbítur“, „frúkostur“ og „morgunskattur“. Hið gamla orð dögurður, sem í fornri íslensku var haft um morgunmat, hefur fengið nýja merkingu og verið notað sem þýðing á enska orðinu „brunch“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.