Montjú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lágmynd frá Karnak

Montjú (fornegypska: mntw) var stríðsguð með fálka- eða nautshöfuð í fornegypskum trúarbrögðum. Montjú var höfuðguð Þebu þar til Amon tók sæti hans á tímum Nýja ríkisins. Hann var áfram dýrkaður sem stríðsguð og herskáir faraóar kenndu sig við hann.

Í Medamud nálægt Þebu var Montjúhofið grafið upp af franska fornleifafræðingnum Fernand Bisson de la Roque frá 1925. Elsti hluti svæðisins er talinn vera frá tímum Gamla ríkisins en sá yngsti frá tímum Ptólemajaríkisins.