Mongólskt ritmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hefðbundna mongólska ritmálið var það fyrsta af mörgum sem hönnuð voru fyrir mongólska tungu. Það var vinsælasta ritmálið þar til kýrillíska stafrófið kom til sögunnar. Með minniháttar breytingum, er hið hefðbundna lóðrétta ritmál notað enn í dag í Innri-Mongólíu til þess að skrifa bæði mongólsku og Evenkí mál sem talað er í Kína.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Mongólska ritmálið þróaðist þegar svokallað Uyghur ritmál var aðlagað að mongólskri tungu. Það var maður að nafni Tatar-Tonga, Uyghur ritari, sem kynnti ritmálið en hann var fangi í haldi Mongóla í kjölfar stríðs í kringum árið 1204. Í upphafi voru afar litlar breytingar gerðar frá Uyghur stafrófinu yfir í það mongólska en það olli vandamálum, sem dæmi var eitt rittákn notað fyrir tvö ólík hljóð í málinu og erfitt að skilja á milli, einnig vantaði tákn fyrir sum hljóð. Gallarnir voru síðar lagfærðir með smávægilegum breytingum á 17., 18., og 19. öld.

Frá 13. öld og fram á þá 15. var mongólska einnig skrifuð með kínverskum táknum, arabíska stafrófinu og letri sem kallast Phags-pa en það var tekið úr tíbetsku.

Vegna mikils þrýstings frá Sovétríkjunum var latneska stafrófið tekið til notkunar í Mongólíu árið 1931 og árið 1937 var svo skipt yfir í lkýrillíska. Mongólska ríkisstjórnin gekk svo langt að setja lög um upprætingu hins hefðbundna ritmáls árið 1941 en síðan 1994 hefur hún reynt að endurvekja það.

Hefðbundna ritmálið er skrifað lóðrétt. Uyghur og afkomendur þess; mongólska, Oirat Clear, Manchu og Buryat, eru einu lóðréttu ritmálin sem skrifuð eru frá vinstri til hægri.

Bókstafir[breyta | breyta frumkóða]

Bókstafir hafa þrennskonar mismunandi lögun eftir því hvar þeir standa í orði, sem upphafsstafur, inní orði eða síðasti stafur. Í sumum tilfellum eru til fleiri útgáfur af stöfum sem eru notaðar til þess að skapa betri sjónrænan samhljóm með næsta bókstaf á eftir.

Mongólska í Unicode[breyta | breyta frumkóða]

Staðsetning mongólsku í Unicode kerfinu er U+1800 - U+18AF. Þar eru bókstafir, tölustafir og ýmis greinamerki mongólsku, Todo ritmáls, Xibe og Manchu.

1800
Birga
1801
Ellipsis
1802
Comma
1803
Full Stop
1804
Colon
1805
Four Dots
1806
Todo Soft Hyphen
1807
Sibe Syllable Boundary Marker
1808
Manchu Comma
1809
Manchu Full Stop
180A
Nirugu
180B
Free Variation Selector One
180C
Free Variation Selector Two
180D
Free Variation Selector Three
180E
Vowel Separator
1810
Zero
1811
One
1812
Two
1813
Three
1814
Four
1815
Five
1816
Six
1817
Seven
1818
Eight
1819
Nine
1820
A
1821
E
1822
I
1823
O
1824
U
1825
Oe
1826
Ue
1827
Ee
1828
Na
1829
Ang
182A
Ba
182B
Pa
182C
Qa
182D
Ga
182E
Ma
182F
La
1830
Sa
1831
Sha
1832
Ta
1833
Da
1834
Cha
1835
Ja
1836
Ya
1837
Ra
1838
Wa
1839
Fa
183A
Ka
183B
Kha
183C
Tsa
183D
Za
183E
Haa
183F
Zra
1840
Lha
1841
Zhi
1842
Chi
1843
Todo Long Vowel Sign
1844
Todo E
1845
Todo I
1846
Todo O
1847
Todo U
1848
Todo Oe
1849
Todo Ue
184A
Todo Ang
184B
Todo Ba
184C
Todo Pa
184D
Todo Qa
184E
Todo Ga
184F
Todo Ma
1850
Todo Ta
1851
Todo Da
1852
Todo Cha
1853
Todo Ja
1854
Todo Tsa
1855
Todo Ya
1856
Todo Wa
1857
Todo Ka
1858
Todo Gaa
1859
Todo Haa
185A
Todo Jia
185B
Todo Nia
185C
Todo Dza
185D
Sibe E
185E
Sibe I
185F
Sibe Iy
1860
Sibe Ue
1861
Sibe U
1862
Sibe Ang
1863
Sibe Ka
1864
Sibe Ga
1865
Sibe Ha
1866
Sibe Pa
1867
Sibe Sha
1868
Sibe Ta
1869
Sibe Da
186A
Sibe Ja
186B
Sibe Fa
186C
Sibe Gaa
186D
Sibe Haa
186E
Sibe Tsa
186F
Sibe Za
1870
Sibe Raa
1871
Sibe Cha
1872
Sibe Zha
1873
Manchu I
1874
Manchu Ka
1875
Manchu Ra
1876
Manchu Fa
1877
Manchu Zha
1880
Ali Gali Anusvara One
1881
Ali Gali Visarga One
1882
Ali Gali Damaru
1883
Ali Gali Ubadama
1884
Ali Gali Inverted Ubadama
1885
Ali Gali Baluda
1886
Ali Gali Three Baluda
1887
Ali Gali A
1888
Ali Gali I
1889
Ali Gali Ka
188A
Ali Gali Nga
188B
Ali Gali Ca
188C
Ali Gali Tta
188D
Ali Gali Ttha
188E
Ali Gali Dda
188F
Ali Gali Nna
1890
Ali Gali Ta
1891
Ali Gali Da
1892
Ali Gali Pa
1893
Ali Gali Pha
1894
Ali Gali Ssa
1895
Ali Gali Zha
1896
Ali Gali Za
1897
Ali Gali Ah
1898
Todo Ali Gali Ta
1899
Todo Ali Gali Zha
189A
Manchu Ali Gali Gha
189B
Manchu Ali Gali Nga
189C
Manchu Ali Gali Ca
189D
Manchu Ali Gali Jha
189E
Manchu Ali Gali Tta
189F
Manchu Ali Gali Ddha
18A0
Manchu Ali Gali Ta
18A1
Manchu Ali Gali Dha
18A2
Manchu Ali Gali Ssa
18A3
Manchu Ali Gali Cya
18A4
Manchu Ali Gali Zha
18A5
Manchu Ali Gali Za
18A6
Ali Gali Half U
18A7
Ali Gali Half Ya
18A8
Manchu Ali Gali Bha
18A9
Ali Gali Dagalga
18AA
Manchu Ali Gali Lha

Vandamál[breyta | breyta frumkóða]

Þó svo mongólskt ritmál hafi verið til í Unicode kerfinu síðan 1999 studdi enginn af helstu hugbúnaðar/stýrikerfaframleiðendum ritmálið þar til árið 2007, þegar Windows Vista kom út og hefur það því ekki hlotið mikla útbreiðslu. Eftir að mögulegt varð velja mongólskt letur og lyklaborðsskipan í Windows Vista hafa vinsældir letursins farið vaxandi en flókin framsetning Unicode mongólsku er enn steinn í vegi útbreiðslu hennar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]