Millinafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Millinafn getur átt við hvaða nafn, sem kemur á milli fyrsta og síðasta nafns. Mismunandi er milli landa og menningarheima hvað nákvæmlega er átt við.

Í daglegu tali getur millinafn vísað til annars eiginnafns einstaklings, t.d. „Jón Gunnar Jónsson“. Í íslenskum lögum merkir millinafn þó allt annað og vísar til ákveðinnar tegundar nafna sem svipar til ættarnafna og koma á milli eiginnafna og föður-, móður-, eða ættarnafns, t.d. „Jón Gunnar Loðmfjörð Jónsson“. Viðkomandi er þá með tvö eiginnöfn og eitt millinafn. Í mannanafnalögum mega einungis vera nöfn dregin af íslenskum orðstofnum (eða sem hafa unnið sér hefð í íslensku máli) en hafa ekki nefnifallsendingu. Þess lags millinöfn eru tiltölulega sjaldgæf á Íslandi.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]