Mariano Rajoy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mariano Rajoy
Mariano Rajoy árið 2017.
Forsætisráðherra Spánar
Í embætti
21. desember 2011 – 1. júní 2018
ÞjóðhöfðingiJóhann Karl 1.
Filippus 6.
ForveriJosé Luis Rodríguez Zapatero
EftirmaðurPedro Sánchez
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. mars 1955 (1955-03-27) (69 ára)
Santiago de Compostela, Galisíu, Spáni
StjórnmálaflokkurÞjóðarflokkurinn (Partido Popular)
MakiElvira Fernández Balboa (g. 1996)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Santiago de Compostela
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Mariano Rajoy Brey (f. 27. mars 1955) er spænskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Spánar frá 2011 til 2018.

Hann var kosinn leiðtogi Þjóðarflokksins (Partido Popular) árið 2004 en flokkurinn hlaut stóran sigur í kosningunum 2011. Flokkur fólksins missti meirihluta sinn í kosningunum 2015 en ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þær kosningar. Boðað var aftur til kosninga árið 2016 og þá var Rajoy kosinn aftur í embætti forsætisráðherra í minnihlutastjórn.

Áður en Rajoy var forsætisráðherra starfaði hann sem varaforsætisráðherra frá 2000 til 2003. Fyrir þann tíma var hann í ýmsum hlutverkum í ólíkum ráðuneytum.

Vantrauststillaga var samþykkt gegn Rajoy á spænska þinginu þann 1. júní 2018 vegna spillingarmála er vörðuðu ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksfélaga hans. Í kjölfarið tók Pedro Sánchez, þá leiðtogi stjórnarandstöðunnar, við af Rajoy sem forsætisráðherra.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Rajoy tókst ekki að verjast van­trausti“. Fréttablaðið. 1. júní 2018. Sótt 2. júní 2018.


Fyrirrennari:
José Luis Rodríguez Zapatero
Forsætisráðherra Spánar
(21. desember 20111. júní 2018)
Eftirmaður:
Pedro Sánchez