Líffilma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hitakærar örverur í affalli Mickey-hveranna í Oregon, Bandaríkjunum.

Líffilma eða örverufilma er samnæringarsamfélag örvera sem loða saman á frumuveggjum og bindast alls konar yfirborði.[1] Örverurnar mynda um sig net utanfrumufjölliða, sem eru venjulega blanda af fjölsykrum, próteinum, lípíðum og DNA. Þar sem þær hafa þrívíða byggingu og eru samfélagsform, eru líffilmur stundum kallaðar „örveruborgir“.[2][3]

Líffilmur geta myndast á lifandi og dauðu yfirborði og koma fyrir í náttúrunni, í iðnaði og á sjúkrahúsum. Örverufrumur sem vaxa í líffilmum hegða sér á annan hátt en örverur sem svífa um stakstæðar í vökva. Tannsteinn er vel þekkt dæmi um líffilmu, og líffilmur er oft að finna innan í pípulögnum og á botni skipa.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. López D, Vlamakis H, Kolter R (Júlí 2010). „Biofilms“. Cold Spring Harbor Perspectives in Biology. 2 (7): a000398. doi:10.1101/cshperspect.a000398. PMC 2890205. PMID 20519345.
  2. Watnick P, Kolter R (Maí 2000). „Biofilm, city of microbes“. Journal of Bacteriology. 182 (10): 2675–9. doi:10.1128/jb.182.10.2675-2679.2000. PMC 101960. PMID 10781532.
  3. „Building Codes for Bacterial Cities | Quanta Magazine“. Quanta Magazine. Sótt 25. júlí 2017.