Luciano Pavarotti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Luciano Pavarotti (2002)

Luciano Pavarotti (f. 12. október 1935, d. 6. september 2007) var ítalskur lýrískur tenór og einn af frægustu óperusöngvurum síðustu áratuga tuttugustu aldar. Hann var frá Módena í Emilía-Rómanja á Norður-Ítalíu. Hann myndaði hinn gríðarvinsæla sönghóp Tenórana þrjá ásamt José Carreras og Plácido Domingo rétt fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu á Ítalíu 1990 þegar þeir sungu saman á tónleikum í baðhúsi Caracalla í Róm. Upptaka frá tónleikunum varð ein mest selda hljómplata allra tíma með klassískri tónlist.

Pavarotti hélt tónleika í Laugardalshöll á listahátíð í Reykjavík í júní árið 1980.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.