Loch Ness-skrímslið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skissa eftir Arthur Grant, sem sagðist hafa séð Nessie árið 1934, af skrímslinu.

Loch Ness-skrímslið, einnig kallað Nessie, er goðsagnakennt skrímsli sem sagt er að búi í Loch Ness-vatni á skoska hálendinu. Loch Ness-skrímslinu svipar til annarra þjóðsögulegra vatnaskrímsla líkt og Lagarfljótsormsins íslenska. Gjarnan er því lýst sem svo að þar sé gríðarstórt, með langan háls og einn eða fleiri ugga sem rísa upp úr vatninu. Áhugi á verunni hefur verið misjafn síðan hún öðlaðist heimsfrægð árið 1933. Lítið er til af traustum sönnunargögnum fyrir tilvist dýrsins og heimildagildi nokkurra meintra ljósmynda af því hefur verið dregið í efa.

Skrímslið birtist oft í vestrænum skáldskap. Vísindamenn telja skrímslið vera þjóðsögu og líta á frásagnir þeirra sem segjast hafa séð það sem skröksögur, óskhyggju eða misskilning á náttúrulegum fyrirbærum.[1]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  • „Er Loch Ness skrímslið til?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Carroll, Robert Todd (2011) [2003], The Skeptic's Dictionary: A Collection of Strange Beliefs, Amusing Deceptions, and Dangerous Delusions, John Wiley & Sons, Inc., bls. 200–201