Leikbók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikbók er saga þar sem lesandinn tekur þátt í sögunni með með að velja á milli valkosta. Sagan er ekki línuleg heldur getur greinst í marga þræði. Oftast eru sögueiningar málsgreinar eða blaðsíður sem hver hefur ákveðið auðkenni. Leikbækur hafa stundum verið kallaðar "Veldu þitt eigin ævintýri" (e. Choose your own adventure eða CYOA). Leikbækur voru um tíma vinsælar í prentuðu formi en vinsældir þeirra í prentmiðlum hafa dvínað því núna er mun auðveldara að gera slíkt efni sem rafbækur eða stafrænt efni fyrir spjaldtölvur. Nokkrar íslenskar leikbækur hafa komið út, þar á meða "Þín eigin Hrollvekja" eftir Ævar Þór Benediktsson.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]