La Chaux-de-Fonds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki La Chaux-de-Fonds Lega La Chaux-de-Fonds í Sviss
Upplýsingar
Kantóna: Neuchatel
Flatarmál: 55,66 km²
Mannfjöldi: 37.582
Hæð yfir sjávarmáli: 992 m
Vefsíða: www.chaux-de-fonds.ch[óvirkur tengill]

La Chaux-de-Fonds er stærsta borgin í kantónunni Neuchatel í Sviss með 37 þúsund íbúa. Hún var lengi vel ein helsta úrsmíðaborgin í Sviss og er úrsmíðahverfið þar í borg á heimsminjaskrá UNESCO.

Lega og lýsing[breyta | breyta frumkóða]

La Chaux-de-Fonds liggur í Júrafjöllum rétt vestan við frönsku landamærin, mjög vestarlega í Sviss. Borgin liggur í tæplega 1.000 metra hæð og er því með hæstu borgum Evrópu. 85% íbúanna eru frönskumælandi. Sökum skorts á yfirborðsvatni í og við borgina hefur landbúnaður verið lítt stundaður þar. La Chaux-de-Fonds er fyrst og fremst iðnaðarborg.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Elsta heiti borgarinnar er Chaz de Fonz. Það er dregið af latnesku orðunum calvus, sem merkir ófrjósamur, og fundus, sem merkir grund. Þar sem ekkert yfirborðsvatn finnst í La Chaux-de-Fonds, er jörðin þar ekki heppileg fyrir landbúnað.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Grand Temple klukkuturninn
  • 1350 kemur La Chaux-de-Fonds fyrst við skjöl. Þar sem ekkert yfirborðsvatn er til staðar þar, óx bærinn mjög hægt.
  • 1530 urðu siðaskiptin í bænum, sem varla var meira nokkur hús.
  • Það var ekki fyrr en í 30 ára stríðinu sem bærinn tók mikinn vaxtarkipp. 1656 hlaut La Chaux-de-Fonds fyrstu bæjarréttindi.
  • Hinn eiginlegi vöxtur bæjarins hófst á 18. öld. Margar verksmiðjur risu, en úrsmíðin þar var framúrskarandi.
  • 1794 eyddi stórbruni þrjá fjórðu allra húsa í bænum. Uppbyggingin hófst þegar með nútímahætti, þ.e. með beinum og hornréttum götum.
  • Eftir Napoleontímann varð La Chaux-de-Fonds að einni mestu úrsmíðamiðstöð Sviss. Hún varð einnig að stærstu iðnaðar- og efnahagsborg kantónunnar. Frá 1850 til 1900 fór íbúafjöldinn úr 12 þúsundum í 35 þúsund og hefur haldist stöðugur síðan.
  • Á síðustu árum hefur úrsmíðin minnkað að vægi, en önnur fínsmíði, svo sem rafeindatækni, tekið við.
  • Árið 2009 var úrsmíðahverfið í La Chaux-de-Fonds sett á heimsminjaskrá UNESCO.

Frægustu börn borgarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Bílasmiðurinn Louis Chevrolet er fæddur í La Chaux-de-Fonds
  • (1878) Louis Chevrolet bílasmiður og stofnandi Chevrolet bílasmiðjunnar
  • (1887) Le Corbusier, arkítekt, borgahönnuður, málari, húsgagnahönnuður
  • Lenín bjó um tíma í La Chaux-de-Fonds meðan hann var í útlegð í Sviss 1914-17.

Byggingar og kennileiti[breyta | breyta frumkóða]

Turnklukkan í Grand Temple var smíðuð 1860 og þjónaði lengi vel sem viðmiðunartími fyrir úrsmíðaverksmiðjurnar í borginni. Turninn og klukkan eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]