Karen Wetterhahn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karen Wetterhahn (16. október 19488. júní 1997) var alkunnur prófessor í efnafræði við Dartmouth-háskóla og sérhæfði sig í upplægi eitraðra málma.

Árið 1996 var hún að vinna með lífrænu kvikasilfursblöndu sem kallast dímeþýlkvikasilfur þegar hún hellti óvart einn eða tvo dropa niður á Latex-hanskann sem hún var í. Fimm mánuðum síðar tók hún eftir einkennum eins og svima og málörðugleikum. Þrátt fyrir afar langa og erfiða læknismeðferð versnaði henni á skömmum tíma og þremur vikum eftir að fyrstu einkennin fóru að koma í ljós, féll hún í svefndá og dó fáum mánuðum síðar, innan árs frá því að hún hellti á sig blöndunni.

Dartmouth-skólinn hefur síðan stofnað verðlaun til að örva vísindaiðkun kvenna og alþjóðleg stofnun umhverfisheilsu vísinda viðheldur einnig árlegum verðlaunum í heiðri Karenar Wetterhahn.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.