Kandahar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kandahar er næststærsta borg Afganistans og er í suðurhluta landsins. Íbúar eru um 650.000 (2021). Borgin er höfuðborg samnefnds héraðs og er ein mikilvægasta borg pastú-mælandi fólks. Hún er í rúmlega 1000 metra hæð.

Alexander mikli lagði grunninn að eldri hluta Kandahar á 4. öld fyrir Krist. Borgin hefur verið bitbein ýmissa ríkidæma yfir söguna en hún er á strategísku svæði þar sem suður-, mið- og norður-Asía mætast. Talibanar réðust á borgina sumarið 2021 og hafa þar nú yfirráð.