Jón Helgason (alþingismaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Helgason (4. október 19312. apríl 2019) var bóndi í Seglbúðum í Landbroti og alþingismaður í 21 ár, þar af ráðherra í 5 ár.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Jóns voru Helgi Jónsson (1894–1949) og kona hans, Gyðríður Pálsdóttir (1897–1994). Þau bjuggu í Seglbúðum. Jón gekk 1961 að eiga Guðrúnu Þorkelsdóttur (f. 1929). Börn þeirra voru: Helga (f. 1968) og Bjarni Þorkell (f. 1973) og fóstursonur Björn Sævar Einarsson (f. 1962).

Æviatriði[breyta | breyta frumkóða]

Jón ólst upp í Seglbúðum en fór þaðan til náms og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Síðan hafði hann forstöðu á búi móður sinnar og tók að fullu við búsforráðum í Seglbúðum 1959. Hann varð einkum nafnkunnur fyrir sauðfjárrækt. Á árunum 1974–1995 sat Jón á Alþingi fyrir Suðurlandskjördæmi, og meðal annars var hann forseti Sameinaðs Alþingis 1979–1983. Auk þess var hann dóms- og kirkjumálaráðherra 1983–1987 og landbúnaðarráðherra 1983–1988.

Nokkur aukastörf[breyta | breyta frumkóða]

  • Formaður í Ungmennafélaginu Ármanni 1951–1954.
  • Endurskoðandi hjá Kaupfélagi Skaftfellinga 1951–1972 og stjórnarformaður 1972–1983.
  • Formaður í Framsóknarfélögunum í Vestur-Skaftafellssýslu 1955–1974.
  • Fulltrúi á fundum hjá Stéttarsambandi bænda 1961–1975 og stjórnarmaður þess 1972–1979.
  • Stundakennari í unglingaskólanum á Kirkjubæjarklaustri 1966–1970.
  • Hreppsnefndarmaður í Kirkjubæjarhreppi 1966–1986, þar af oddviti 1967–1976.
  • Stjórnarmaður í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1972–1979.
  • Fulltrúi á Búnaðarþingi 1973–1975.
  • Sýslunefndarmaður í Vestur-Skaftafellssýslu 1974–1978.
  • Stjórnarmaður hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1978–1983.
  • Stjórnarmaður í Endurbótasjóði menningarstofnana 1990–2002.
  • Formaður í Búnaðarfélagi Íslands 1991–1995.
  • Sóknarnefndarmaður í Prestsbakkasókn og forseti Kirkjuþings.
  • Fulltrúi Alþingis og bænda á ýmsum erlendum vettvangi.
  • Sat í Orðunefnd (hafði sjálfur verið sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981).
  • Starfaði innan bindindishreyfingarinnar.

Ritverk og ræður[breyta | breyta frumkóða]

Jón ritaði um föður sinn í bókina Faðir minn – bóndinn (Reykjavík 1975). Og hann ritaði um Kirkjubæjarhrepp í bókina Sunnlenskar byggðir VI (bls. 85 – 187, Búnaðarsamband Suðurlands 1985), sem er rannsókn á byggðasögu. Hann flutti einnig margar ræður vegna hinna opinberu starfa sinna, auk heldur stundum endranær, prédikaði til dæmis um friðarmál í Dómkirkjunni í Reykjavík 12. september 1982.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tíminn 10. september 1982. Skoðað 18. október 2010.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Torfi Jónsson: Æviskrár samtíðarmanna 2, bls. 147 – 148, Hafnarfirði 1983.
  • Æviágrip á vef Alþingis. Skoðað 18. október 2010.