Joseph Conrad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joseph Conrad

Joseph Conrad (upphaflega Teodor Józef Konrad Korzeniowski, 3. desember 18573. ágúst 1924) var breskur rithöfundur af pólskum uppruna sem oft er talinn með frumkvöðlum módernismans í bókmenntum. Faðir hans var dæmdur í útlegð með fjölskyldu sinni árið 1861 fyrir þátttöku í uppreisn gegn rússneska keisaradæminu í Varsjá. Þau voru send til Vologda þar sem móðir Conrads lést úr berklum. Faðir hans lést síðan fjórum árum síðar í Kraká og Conrad var fóstraður af frænda sínum til sextán ára aldurs þegar hann gerðist sjómaður. 1878 hóf hann störf á bresku skipi og varð breskur þegn 1887. Sjö árum síðar hætti hann sjómennsku og gerðist rithöfundur. Margar af sögum hans byggja á reynslu hans af sjóferðum um víða veröld.

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Edward Said hefur skrifað mikið um túlkanir á bókum hans í samhengi við síðnýlendustefnu (sjá Austurlandahyggja). Hin vinsæla kvikmynd Apocalypse Now er byggð á bók hans Innstu myrkur (e. Heart of Darkness).

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

  • 1895 - Almayer's Folly
  • 1896 - An Outcast of the Islands
  • 1897 - The Nigger of the 'Narcissus' (ísl. þýð. 1949: Svarti stýrimaðurinn)
  • 1899 - Heart of Darkness (ísl. þýð. 1991: Innstu myrkur)
  • 1900 - Lord Jim (ísl. þýð. 1999: Meistari Jim)
  • 1901 - The Inheritors (ásamt Ford Madox Ford)
  • 1902 - Typhoon (ritun hófst 1899) (ísl. þýð. 1946: Hvirfilvindur)
  • 1903 - Romance (ásamt Ford Madox Ford)
  • 1904 - Nostromo (ísl. þýð. 2006: Nostromo)
  • 1907 - The Secret Sharer
  • 1907 - The Secret Agent
  • 1911 - Under Western Eyes
  • 1912 - Freya of the Seven Isles
  • 1913 - Chance
  • 1915 - Victory
  • 1917 - The Shadow Line
  • 1919 - The Arrow of Gold
  • 1920 - The Rescue
  • 1923 - The Nature of a Crime (ásamt Ford Madox Ford)
  • 1923 - The Rover
  • 1925 - Suspense (ólokið, gefin út eftir dauða hans)