Hákon Sverrisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hákon 3. Sverrisson eða Hákon harmdauði (11821. janúar 1204) var konungur Noregs frá því að faðir hans lést 1202 til dauðadags, eða í tæp tvö ár.

Hákon var launsonur Sverris konungs en móðir hans var Ástríður Hróadóttir. Hákon var valinn konungur af hirðinni í Niðarósi vorið 1202 og hylltur á Eyraþingi nokkru síðar. Líklegt er að honum hefði tekist að sameina Norðmenn og binda enda á borgarastyrjöldina sem geisað hafði í landinu með hléum frá því um miðja 12. öld ef honum hefði enst aldur til því að hann hafði kallað heim biskupana sem faðir hans hafði átt í hatrömmum deilum við og náð sáttum við þá og baglana. Hann lést þó skyndilega á nýársdag 1204 og töldu margir að eitrað hefði verið fyrir hann og grunuðu Margréti ekkjudrottningu, stjúpu hans, um græsku en hún lagði hatur á konung af því að hann hafði látið taka Kristínu dóttur hennar, hálfsystur sína, frá henni og flytja til sín. Hákon var vinsæll konungur og var því kallaður harmdauði eftir að hann lést.

Hákon kvæntist ekki en nokkrum mánuðum eftir lát hans fæddi Inga frá Varteigi son sem hún sagði Hákon föður að og bar seinna járn til að sanna orð sín. Þunguninni og fæðingu Hákonar Hákonarsonar var þó lengi haldið leyndri til að hlífa honum við háska í uppvextinum og því tók Ingi Bárðarson við konungdæminu eftir að barnakonungurinn Guttormur Sigurðsson, bróðursonur Hákonar harmdauða, lést fáeinum mánuðum á eftir honum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Sverrir Sigurðsson
Noregskonungur
(1202 – 1204)
Eftirmaður:
Guttormur Sigurðsson