Hugrænt misræmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugrænt misræmi (eða hugarmisræmi) (ens. cognitive dissonance) er sálfræðilegt hugtak er lýsir andlegum óþægindum sökum misræmis sem hlýst af því þegar tvær andstæðar skoðanir, hugmyndir eða gildi stangast á eða þegar vitneskja og skoðanir rekast á eða ganga í berhögg við lífspeki viðkomandi, svo að brýnt getur orðið að breyta um hátterni eða skipta um skoðun til að eyða ósamræminu. Hugarmisræmi myndast oft þegar nýjar upplýsingar stangast á við skoðanir, hugmyndir eða gildi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.