HDTV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háskerpumynd á breiðtjaldi

HDTV (high-definition television) eða Háskerpusjónvarp er gerð stafrænna sjónvarpstækja sem bjóða upp á betri upplausn en hefðbundin sjónvörp (sjá: NTSC, SECAM og PAL). Flest slík sjónvörp eru breiðtjalda. Skammstöfunin HDTV er notuð jöfnum höndum um framsetningu háskerpumynda og sjónvarpstækin sem notast við háskerputækni. Upplausnin er allt að tífalt betri en í öðrum tækjum og myndlínurnar helmingi fleiri.