Gin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gin er brennt vín sem er bragðbætt með einiberjum. Það á rætur sínar að rekja til miðalda, úr heimi grasalækninga en er núna framleitt sem áfengi. Í upphafi var gin selt í apótekum og var notað til lækninga. Gin er byggt á eldra brenndu víni sem nefnist sénever og var fundið upp í Hollandi.

Gin varð mjög vinsælt á Bretlandi þegar Vilhjálmur 3., leiðtogi Hinna sameinuðu Niðurlanda, steig til ríkis árið 1689. Orðið gin á uppruna sinn í franska orðinu genièvre, hollenska orðinu jenever og ítalska orðinu ginepro, sem þýða öll „einiber“.

Oftast er gin drukkið með tónik og skreytt með límónu eða agúrku.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.