Fókýlídes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fókýlídes var forngrískt skáld frá borginni Míletos. Hann var samtímamaður skáldsins Þeognis frá Megöru sem var fæddur um 560 f.Kr.

Ekkert af kvæðum Fókýlídesar er varðveitt í heild sinni og brot úr verkum hans eru tiltölulega fá. Kvæðið Ποίημα νουθετικόν eða γνωμαι (poiema nouþetikon eða gnomai), sem er 230 línur að lengd og varðveitt í heild sinni, er eignað honum en er nú talið vera eftir óþekktan en mun yngri höfund.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • West, M.L., „Phocylides“, Journal of Hellenic Studies 98 (1978): 164-7.