Friðrik Sophusson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Friðrik Sophusson.

Friðrik Sophusson (fæddur 18. október 1943 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur, og núverandi stjórnarformaður Íslandsbanka.[1] Friðrik var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1981 til 1988 og frá 1991 til 1999, fjármálaráðherra frá 1991 til 1998 og forstjóri Landsvirkjunar frá 1998 til 2010. [2]

Nám og störf[breyta | breyta frumkóða]

Friðrik lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1972. Hann var framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands á árunum 1972 til 1978 og framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hnífsdals í sumarafleysingum frá 1978 allt til ársins 1986. Hann gegndi embætti iðnaðarráðherra 8. júlí 1987 - 28. sept. sama ár og embætti fjármálaráðherra 30. apríl 1991 - 16. apríl 1998. Frá árinu 1998 hefur hann verið forstjóri Landsvirkjunar.

Á sínum yngri árum var Friðrik formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Á stjórnmálaferli sínum sat hann í ýmsum nefndum og ráðum, m.a. miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, útvarps- og rannsóknaráði, kjaradeilunefnd og stjórnarnefnd Ríkisspítalanna. Hann bauð sig fram til formanns sjálfstæðisflokksins gegn Þorsteini Pálssyni 1982. Friðrik og Guðmundur Gunnarsson faðir Bjarkar Guðmundsdóttur eru systkinabörn.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Jóakim Pálsson útgerðarmaður í Hnífsdal var um tíma tengdafaðir Friðriks. Hann sagði í blaðaviðtali árið 1981, þegar hann var spurður hvort tengdasonur sinn hefði ekki smitað hann af stjórnmála- og félagsmálaáhuga. Svarið var: „Hann Friðrik. Hann veit aldrei neitt, þegar ég tala við hann. Hann veit aldrei neitt fyrr en hann kemur á fundi og þetta máttu skrifa“. [3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Ellert B. Schram
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
(19731977)
Eftirmaður:
Jón Magnússon
Fyrirrennari:
Ólafur Ragnar Grímsson
Fjármálaráðherra
(30. apríl 199116. apríl 1998)
Eftirmaður:
Geir H. Haarde
Fyrirrennari:
Gunnar Thoroddsen
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(1. nóvember 198116. október 1989)
Eftirmaður:
Davíð Oddsson
Fyrirrennari:
Davíð Oddsson
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(10. mars 199114. mars 1999)
Eftirmaður:
Geir H. Haarde