Fimmta franska lýðveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta franska lýðveldið er núverandi stjórnarfyrirkomulag Frakklands. Fimmta lýðveldið kom í stað fjórða franska lýðveldisins þann 4. október 1958, en fjórða lýðveldið hafði verið stofnað árið 1946. Við stofnun fimmta lýðveldisins var brotin hefð þingræðis í Frakklandi og framkvæmtarvaldið eflt. Fimmta lýðveldið var stofnað með nýrri stjórnarskrá þann 4. október 1958 og lögfest með þjóðaratkvæðagreiðslu þann 28. september sama ár. Maðurinn á bak við stjórnarskrárbreytingarnar var Charles de Gaulle, sem varð síðan fyrsti forseti fimmta lýðveldisins.

Fimmta lýðveldið er forsetaþingræði samkvæmt þeim völdum sem forsetanum er ljáð. Forsetinn er kosinn í almennum kosningum sem settar voru á fót í atkvæðagreiðslu árið 1962. Fimmta lýðveldið er næstlanglífasta lýðveldisríki Frakklands á eftir þriðja lýðveldinu.

Forsetar fimmta lýðveldisins[breyta | breyta frumkóða]