Ekra (mælieining)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd yfir gamlar flatarmálseiningar fyrir ræktunarland

Ekra er flatarmálseining sem oft er notuð sem mælieining fyrir land. Í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er algengt að stærð bújarða og landareigna sé mæld í ekrum. Alþjóðleg ekra er 4.046,856 422 4 m2.

Ein ekra er um það bil það land sem uxi getur plægt á einum degi. Í metrakerfinu er mælieiningin hektari oftast notuð fyrir land. Einn hektari er 2,47105381467 ekrur.

1 alþjóðleg ekra er jöfn og

  • 4046,8564224 fermetrar
  • 0,40468564224 hektari (ferningur þar sem hver hlið er 100 m er að flatarmáli 1 hektar)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]