Eiríkur Ívarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eiríkur Ívarsson (dáinn 1213) var biskup í Stafangri frá 1171 og erkibiskup í Niðarósi frá 1188. Hann var góðrar ættar og hafði menntast í Viktorsklaustrinu í París. Eysteinn Erlendsson hafði vígt hann biskupsvígslu og bent á hann sem eftirmann sinn á stóli erkibiskups. Eiríkur lenti í deilum við Sverri konung og varð landflótta fyrir honum en páfinn bannfærði Sverri. Þessi ár dvaldist Eiríkur í Danmörku á vegum Absalons erkibiskups. En eftir að konungaskipti voru orðin í Noregi 1202, sættist Eiríkur við hinn nýja konung Hákon Sverrisson og sneri heim til stóls síns. Hann var þá orðinn blindur.

Eiríkur var 1178 einn af þeim þremur biskupum, sem voru að vígslu Þorláks helga, og vitnaði að honum látnum um heilagleika hans.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]