Dvergreikistjarna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dvergreikistjarna er fylgihnöttur sólar, sem er stærri en smástirni, en minni en reikistjarna og er ekki halastjarna. Þær dvergreikistjörnur sem fyrst voru samþykktar eru þrjár talsins (í lækkandi stærðarröð): Eris (var einu sinni „tíunda reikistjarnan” skv. fréttum), Plútó (sem fyrr taldist reikistjarna, og hefur 5 tungl) og Seres (sem áður taldist smástirni, er í smástirnabeltinu (e. asteroid belt), milli Mars og Júpíters). Seres er hins vegar ekki þriðja stærsta heldur áttunda stærsta (því fleiri hafa verið uppgvötaðar), en langstærst dvergreikistörnurnar eru: Eris massameiri, svo Plúto, þó Plúto er samt með örlítið stærra þvermál.

Nú eru dvergreikistjörnur taldar vera hið minnsta 5+, með Haumea (þriðja stærsta, tvö tungl), Makemake (fjórða stærsta), upp í yfir 120; aðrar stærstu í lækkandi stærðarröð eru t.d. Gonggong (samþykkt af NASA 2016), Quaoar, Sedna, Seres (áður upptalin, ekkert tungl), Orkus og Salasía.

Allar ofangreindar, að Sednu undanskilinni, hafa svo eitt eða fleiri tungl.

Alan Stern kom fram með hugtakið dvergreikistjarna, samsvarandi við dvergstjörnur, sem hluta af þrískiptri flokkun á reikistjörnum, og hann og margir aðrir vísindamenn flokka dvergreikistjörnur enn sem undirflokk af reikistjörnum.

Sjá líka[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.