Djúpavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Djúpavík

Djúpavík er lítið þorp í innanverðum Reykjarfirði og var ein af þremur verslunarstöðum í firðinum ásamt Kúvíkum og Gjögri.

Djúpavík var áður fyrr stór síldarverstöð og stendur síldarvinnsluhúsið þar ennþá en öll vinnsla er hætt.

Í dag er rekið hótel þar í gamla kvennabragganum.

Nafnið Djúpavík er beygt þannig að forliðurinn beygist ekki þar sem víkin er (talin) kennd við djúpin (hk.) á firðinum fyrir utan en ekki dýpið í víkinni sjálfri.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Vestfjarðarvefurinn

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.