David Ben-Gurion

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Ben-Gurion
דָּוִד בֶּן-גּוּרִיּוֹן‎
Forsætisráðherra Ísraels
Í embætti
17. maí 1948 – 26. janúar 1954
ForsetiChaim Weizmann
Yitzhak Ben-Zvi
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurMoshe Sharett
Í embætti
3. nóvember 1955 – 26. júní 1963
ForsetiYitzhak Ben-Zvi
Zalman Shazar
ForveriMoshe Sharett
EftirmaðurLevi Eshkol
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. október 1886
Płońsk, Póllandi, rússneska keisaradæminu
Látinn1. desember 1973 (87 ára) Ramat Gan, Ísrael
ÞjóðerniÍsraelskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiPaula Ben-Gurion
TrúarbrögðTrúleysi
Börn3
HáskóliVarsjárháskóli
Háskólinn í Istanbúl
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

David Ben-Gurion (Hebreska: דָּוִד בֶּן-גּוּרִיּוֹן‎; 16. október 1886 – 1. desember 1973) var fyrsti forsætisráðherra Ísraels (1948-1953, 1955-1963). Ben-Gurion er minnst fyrir að hafa lesið upp sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels þann 14. maí 1948, og fyrir áhrif sín í baráttu síonista fyrir stofnun landsins.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

David Ben-Gurion fæddist undir nafninu David Gruen í bænum Płońsk sem þá tilheyrði Rússaveldi, en í dag er bærinn innan landamæra Póllands. Á æskuárum sínum kynntist hann hugmyndafræði síonisma af föður sínum, Victor Gruen. Ben-Gurion varð strax heillaður af hugmyndafræði síonismans og fór ungur að berjast fyrir að koma henni í framkvæmd. Árið 1906, þegar Ben-Gurion var 20 ára, fluttist hann til Palestínu, til að berjast fyrir hugsjón síonista um stofnun sjálfstæðs ríkis gyðinga í þar.[1]

Árið 1935 varð Ben-Gurion valdamesti einstaklingurinn innan stærstu samtaka síonista. Síonistahreyfingin var stærst baráttuhreyfinga gyðinga sem börðust fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis gyðinga innan landamæra Palestínu. Þegar Ben-Gurion tók við völdum í síonistahreyfingunni voru átökin að harðna á milli gyðinga og Palestínumanna.[2] Ástæða átakanna var að gyðingar voru orðnir fjölmennir í Palestínu og sóttust í auknum mæli eftir yfirráðum yfir landsvæðum innfæddra Palestínumanna.[2] Ben-Gurion átti mikinn þátt í að móta stefnu hreyfingarinnar á síðustu árunum fyrir stofnun Ísraels og undir stjórn hans náði hreyfingin loks markmiði sínu með stofnun Ísraels árið 1948.[1]  

Valdatíð (1948-1953 og 1955-1963)[breyta | breyta frumkóða]

Ben-Gurion las upp sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels þann 14. maí 1948 og varð síðan fyrsti forsætisráðherra hins nýstofnaða Ísraels. Hann gegndi síðan embætti í fyrstu ríkisstjórn Ísraels sem dóms- og forsætisráðherra á árunum 1948-1953. Ben-Gurion tók síðan aftur við völdum sem forsætisráðherra Ísraels árið 1955 og gegndi því embætti til ársins 1963. Á valdatíð sinni á upphafsárum Ísraels hafði hann mikill áhrif á stjórnmála- og samfélagsþróun landsins í krafti valda sinna.[1]  

Arfleið[breyta | breyta frumkóða]

Hrífandi persónuleiki og störf Ben-Gurion í þágu ísraelsku þjóðarinnar voru honum til mikilla vinsælda innan Ísraels og er hans stundum minnst sem „föður Ísraels“. En jafnt innan og sérstaklega utan Ísraels er arfleifð hans víða ekki lituð sama hetjuljóma.[1] Grimmdarverk Ísraela og stefna landsins í garð Palestínumanna hafa litað arfleið hans utan Ísraels, og er hans fyrir það oft minnst utan Ísraels fyrir grimmdarverk en ekki hetjudáðir í þágu eigin þjóðar.[1][3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „David Ben-Gurion | prime minister of Israel“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 16. mars 2019.
  2. 2,0 2,1 Mið-Austurlönd: fortíð, nútíð og framtíð, bls. 189-190.
  3. Mið-Austurlönd, fortíð, nútíð og framtíð, bls. 192-196.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Magnús Þorkell Bernharðsson. Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð. Mál og menning, 2018.

Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Forsætisráðherra Ísraels
(17. maí 194826. janúar 1954)
Eftirmaður:
Moshe Sharett
Fyrirrennari:
Moshe Sharett
Forsætisráðherra Ísraels
(3. nóvember 195526. júní 1963)
Eftirmaður:
Levi Eshkol


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.