Dave Allen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dave Allen 1968.

David Tynan O'Mahoney (6. júlí 193610. mars 2005) betur þekktur sem Dave Allen, var írskur skemmtikraftur. Hann gerði nokkrar sjónvarpsþáttaraðir fyrir Channel 9 í Ástralíu, og ITV og BBC í Bretlandi. Þættirnir voru blanda af uppistandi hans sjálfs og leiknum grínatriðum. Þessir þættir nutu gríðarlegra vinsælda og höfðu mikil áhrif á breska gamanþætti seinni tíma. Hann var þekktastur fyrir að sitja jakkafataklæddur í háum stól með sígarettu og viskýglas við hendina meðan hann sagði brandara. Hann var yfirlýstur trúleysingi og brandararnir snerust oft um kaþólsku kirkjuna og ensku biskupakirkjuna.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.