Columbia Pictures

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrirsætan Jenny Joseph í merki Columbia Pictures

Columbia Pictures Industries, Inc. (CPII) er bandarískt kvikmyndafyrirtæki og dreifingaraðili. Fyrirtækið er nú dótturfyrirtæki Columbia TriStar Motion Picture Group sem er í eigu Sony Pictures Entertainment, dótturfyrirtæki japanska fyrirtækisins Sony. Það er eitt heimsins helsta kvikmyndagerðafyrirtæki og er eitt þeirra svokölluðu „stóru sex“. Columbia var stofnað sem Cohn-Brandt-Cohn Film Sales árið 1919 af bræðunum Jack og Harry Cohn ásamt Joe Brandt. Fyrirtækið gaf út fyrstu kvikmyndina sína ágúst 1922. Frá 1924 gekk það undir nafninu Columbia Pictures. Á þriðja áratugnum stækkaði Columbia mikið, að nokkru leyti vegna velgengni leikstjórans Frank Capra.

Með Capra og öðrum varð Columbia frægt fyrir „screwball“ gamanmyndir. Síðar á fjórða áratugnum voru Jean Arthur og Cary Grant nokkrar frægustu stjörnurnar hjá Columbia en á fimmta áratugnum varð Rita Hayworth aðalstjarna fyrirtækisins. Hún átti töluverðan þátt í því að auka velgengni Columbia síðar á sjötta áratugnum. Rosalind Russell, Glenn Ford og William Holden urðu einnig frægar stjörnur hjá fyrirtækinu.

Árið 1982 keypti Coca-Cola Columbia og sama ár setti það TriStar Pictures í gang í samvinnu við HBO og CBS. Fimm árum síðan losaði Coca-Cola sig við fyrirtækið sem síðar sameinaðist TriStar og varð Columbia Pictures Entertainment. Eftir stutt tímabil sem sjálfstætt fyrirtæki með lítilli fjárfestingu frá Coca-Cola keypti Sony fyrirtækið árið 1989.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.