Camilla Plum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Camilla Plum (f. 19. september 1956) er danskur arkitekt, matgæðingur og höfundur matreiðslubóka. Hún hefur einnig stýrt sex matreiðsluþáttaröðum fyrir Danska ríkisútvarpið. Hún er dóttir danska verkfræðingsins og andspyrnumannsins Niels Munk Plum.

Á 10. áratugnum rak hún lífræna veitingastaðinn Cap Horn í Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Frá 1997 hefur hún rekið lífræna búgarðinn Fuglebjerggaard í Helsinge.