CFA-franki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir löndin sem nota CFA-franka.

CFA-franki (franska: franc CFA eða céfa eða bara franc) er gjaldmiðill tólf fyrrum franskra nýlendna í Afríku, auk Gíneu-Bissá (fyrrum portúgölsk nýlenda) og Miðbaugs-Gíneu (fyrrum spænsk nýlenda). ISO 4217-kóðinn er XAF fyrir Mið-Afríku-CFA-franka en XOF fyrir Vestur-Afríku-CFA-franka.

CFA-frankinn var upphaflega með fast gengi miðað við franskan franka en er nú með fast gengi miðað við evru, þar sem 1 evra = = 655,957 CFA-frankar.