Búktal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandaríski búktalarinn Carla Rhodes ásamt brúðunni Cecil Sinclaire.

Búktal er sviðslist sem gengur út á þá sjónhverfingu að rödd flytjandans berist frá öðrum stað. Oft notast búktalarar við brúður sem þeir hreyfa með höndunum um leið og rödd þeirra virðist berast úr munni brúðunnar. Búktal er þekkt frá því í fornöld og var notað við helgiathafnir. Sem skemmtun á sviði þróaðist búktal í tengslum við farandsýningar á 18. öld. Fyrsti nútímabúktalarinn sem notaðist við brúðu sem sat á hné hans og átti samtal við hann, er almennt talinn vera Fred Russell með brúðuna Coster Joe.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.