Brimbrettabrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maður í blautbúningi á brimbretti

Brimbrettabrun er vatnaíþrótt þar sem brettarinn (sá sem er á brimbretti) ríður á hreyfandi öldu sem er að fara í átt að ströndinni. Öldur sem henta brimbrettabruni eru oftast í sjónum en er stundum að finna í ám og vötnum. Stundum er líka farið á brimbretti í svokölluðum öldulaugum.

Í nokkrar aldir var brimbrettabrun lykilatriði í pólýnesískri menningu. Hugsanlegt er að Evrópumenn hafi fyrst komist að íþróttinni árið 1767 á Tahítí þegar enski sæfarinn Samuel Wallis heimsótti eyjuna ásamt áhöfninni sinni í júní það ár. Annar möguleiki er sá að Joseph Banks grasafræðingur hafi komist að brimbrettabruni þegar hann lenti á Tahítí þann 10. apríl 1769 með James Cook á skipinu HMS Endeavour. James King liðsforingi var sá fyrsti sem skrifaði um íþróttina brimbrettabrun á Hawaii þegar hann lauk æviminningum James Cook skipstjóra eftir að Cook dó árið 1779.

Þegar Mark Twain heimsótti Hawaii árið 1866 skrifaði hann:

Á einhverjum stað rákumst við á stóran hóp nakinna frumbyggja, af báðum kynjum og misgamlir, að skemmta sér með þeirri þjóðlegu dægrastyttingu sem er brimbað.


  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.