Botnsheiði (Súgandafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Botnsheiði er heiði upp af Botnsdal í Súgandafirði, um 500 m há. Um hana lá áður helsta samgönguleið Súgfirðinga til annarra byggðarlaga og þar var eina bílfæra leiðin úr firðinum. Vegurinn skiptist á heiðinni og lá önnur leiðin í norður til Ísafjarðar en hin upp á Breiðadalsheiði og síðan niður Breiðadal í Önundarfjörð. Heiðin var þó oft ófær mánuðum saman á veturna. Leiðin frá Botni yfir í Ísafjörð var talin þriggja tíma ganga í góðu færi.

Árið 1991 hófst vinna við Vestfjarðagöng, þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði og tengja þau Ísafjörð, Súgandafjörð og Önundarfjörð. Göngin voru opnuð fyrir umferð í desember 1995 en verkinu lauk þó ekki endanlega fyrr en 1996.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Suðureyri við Súgandafjörð. Grunnskólinn Suðureyri, sótt 5. nóvember 2010“.
  • Ákvörðun verði tekin sem fyrst. Þjóðviljinn, 12. ágúst 1987“.