Bláháfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bláháfur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordate)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Ættbálkur: Botnháfar (Carcharhiniformes)
Ætt: Mannætuháfar (Carangidae)
Ættkvísl: Prionace
Tegund:
P. glauca

Tvínefni
Prionace glauca
Útbreiðslusvæði bláháfs.
Útbreiðslusvæði bláháfs.
Samheiti
  • Isurus glaucus (Linnaeus, 1758)
  • Carcharinus glaucus (Linnaeus, 1758)
  • Carcharias glaucus (Linnaeus, 1758)
  • Glyphis glaucus (Linnaeus, 1758)
  • Squalus caeruleus Henri Marie Ducrotay de Blainville, 1816
  • Carcharias hirundinaceus Achille Valenciennes, 1839
  • Carcharias pugae C. Pérez Canto, 1886
  • Carcharias gracilis Rodolfo Amando Philippi, 1887
  • Hypoprion isodus Philippi, 1887
  • Carcharhinus macki William J. Phillipps, 1935
  • Prionace mackiei Phillipps, 1935

Bláháfur (fræðiheiti: Prionace glauca) er stór uppsjávarfiskur af ætt mannætuháfa. Hann getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi til dæmis í fæðuleit.

Vaxtarlag hans er vel aðlagað að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Hann syndir yfirleitt hægt og rólega en eykur hraða sinn hratt þegar hann skynjar hugsanlega fæðu. Ef það gerist verður hann einn af hraðskreiðustu fiskum heims og hafa vísindamenn metið sundhraða hans á stuttum sprettum allt að 35 km á klukkustund. Sumir halda því reyndar fram að bláháfurinn geti náð mun meiri hraða eða rúmlega 90 km/klst. á mjög stuttum kafla. Slíkt hefur ekki verið sannað og er það dregið mjög í efa þar sem mótstaða vatnsins er það mikil að til að ná þessum hraða þyrfti óhemju mikla orku.

Veiði og veiðisvæði[breyta | breyta frumkóða]

Bláháfurinn finnst á ýmsum búsvæðum um allan heim. Hann dvelur helst í heitari hafsvæðum á að minnsta kosti 150 metra dýpt, allt að 350 metra dýpt. Þessi hafsvæði eru yfirleitt á breiddargráðunum 20° og 50° norður,[1] en á þessum breiddargráðum er hitastigið frá 7°-16°C. Hann hefur sést í sjó þar sem hitastigið er frá 7° til 25°C heitt.[2] Bláháfurinn heldur sér helst nálægt ströndum , honum finnst gaman að halda sér við ströndina þar sem kafarar og bátar sjá til hans.

Líffræði[breyta | breyta frumkóða]

Bláháfurinn getur orðið allt að 3,8 til 4 metra langur og 240 kg þungur. Hann verður kynþroska þegar hann er 4-5 ára gamall og orðinn 250 cm langur. Hann vex óvenju hratt, mun hraðar er aðrir stórar hákarlar fyrstu fjögur árin. Elsti bláháfurinn sem veiðst hefur var rúmlega 20 ára gamall[3] samkvæmt talningum á árhringjum í hryggjarliðum. En slíkir hringir myndast líkt og í trjám við samfelldan en breytilegan vöxt eftir árstíðum.

Bláháfurinn er rándýr og hafa margar tegundir fundist í maga han. Þar má nefna sem dæmi kolkrabba, smokkfisk, makríl, túnfisk, humar, krabba, smáhákarla og oft á tíðum sjófugla. Þeir leitast yfirleitt í smærri fiska, en ef þeir finna stór spendýr verður það hluti af matnum þeirra og erum við mennirnir ekkert undanskildir.

Bláháfurinn syndir kringum bráð sína áður en hann ræðst á hana. Þegar á þarf að halda slæst hann í hóp með öðrum bláháfum til þess að ráðast á stærra bráð. Sundhraði og tennur háfsins hjálpa honum og gera honum kleift að rífa húð og hold af bráðinni og jafnvel af flóknustu dýrum. Vitað er til að háhyrningar veiði bláháf.[4]

Matur[breyta | breyta frumkóða]

Bláháfur notað til neyslu og til að mynda eftirsóknarverður víða í Asíu. Uggarnir eru notaðir í hákarlauggasúpu, lifrin í olíu en kjötsins er einnig neytt og það unnið með ýmsum hætti svo sem þurrkað, saltað, reykt eða steikt. Þrátt fyrir þessa miklu veiði er heimsstofn bláháfsins ekki talinn í hættu, þó sjáanleg fækkun hafi orðið á staðbundnum stofnum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Froese, Rainer; Pauly, Daniel (eds.) (2006). "Prionace glauca" Geymt 10 október 2022 í Wayback Machine in FishBase. 9 2006 version.
  2. Compagno, L.; M. Dando & S. Fowler (2004). Sharks of the World. HarperCollins. bls. 316–317.
  3. Sharks, Emerging Species Profile Sheets, published by the Department of Fisheries and Aquaculture, Government of Newfoundland and Labrador; undated
  4. Fertl, D.; Acevedo-Gutierrez, A.; Darby, F. L. (1996). „A report of killer whales (Orcinus orca) feeding on a carcharhinid shark in Costa Rica“ (PDF). Marine Mammal Science. 12 (4): 606–611. doi:10.1111/j.1748-7692.1996.tb00075.x. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12. júlí 2017. Sótt 15. febrúar 2018.
Wikilífverur eru með efni sem tengist