Benedict Anderson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Benedict Anderson (f. 26. ágúst 1936; d. 13. desember 2015) var prófessor emerítus í alþjóðafræðum við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir skrif sín um þjóðir og þjóðernishyggju í bókinni Imagined Communities frá 1983. Hann rekur upphaf þjóðríkjastefnunnar til nýlenda Evrópubúa í Ameríku en ýmsir fyrri höfundar höfðu ýmist rakið hana til iðnbyltingarinnar eða upplýsingarinnar og Napóleonsstyrjaldanna. Greining hans er í anda sögulegrar efnishyggju og hefst með gagnrýni á vanmátt marxismans gagnvart þjóðernishyggjunni á 19. og 20. öld. Hann leggur áherslu á mikilvægi prentiðnaðarins og kapítalisma og endalok hugmyndarinnar um guðlegan uppruna konungsvaldsins fyrir þróun þjóðernishyggju.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.