Bastian Schweinsteiger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bastian Schweinsteiger með Chicago Fire.

Bastian Schweinsteiger fæddur 1. ágúst 1984 er þýskur fyrrverandi knattspyrnumaður, sem spilaði m.a fyrir Manchester United, Bayern München og Chicago Fire á ferlinum.

Schweinsteiger spilaði í 13 ár með Bayern München, hann lék þar alls 500 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim alls 68 mörk. Hann hefur m.a. unnið 8 Bundesliga meistaratitla, sjö DFB-Pokal titla, og einn UEFA Champions League titil, einn FIFA Club World Cup titil og einn UEFA Super Cup titil.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Bastian Schweinsteiger Bio“. ESPN soccernet. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 júlí 2012. Sótt 5. október 2010.