Apabóla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útbrot á 4 ára barni, 1971.

Apabóla er smitandi veirusjúkdómur sem herjar á dýr og menn. Einkenni eru hiti, bólgnir eitlar og útbrot. Einkenni geta varað í 2-4 vikur og þau byrja 5-21 dögum eftir smit. Áhættuhópar eru börn, óléttar konur og fólk með bælt ónæmiskerfi. Rekja má veiruna sem veldur sjúkdóminum til hitabeltislanda Afríku. Þrátt fyrir nafnið eru apar ekki mesta uppspretta smita, frekar nagdýr.

Smit verða við náið samneyti einstaklinga.[1]

Staðfest smit var fyrst í mönnum í Afríku 1970.

Faraldur 2022-2023[breyta | breyta frumkóða]

Í maí 2022 breiddist sjúkdómurinn út til Evrópu og fleiri heimsálfa og smituðust tugþúsundir.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er apabóla?“. Vísindavefurinn.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nýtt smit í gær og bólusetningar hafnar Rúv, sótt 28/7 2022