Adela af Champagne

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Adela af Champagne (um 11404. júní 1206), einnig nefnd Adelaide og Alix í heimildum, var drottning Frakklands frá 1160 til 1180.

Adela var dóttir Teóbalds 2. greifa af Champagne og Matthildar af Kärnten. Hún varð þriðja eiginkona Loðvíks 7. Frakkakonungs og giftust þau í nóvember 1160, aðeins fimm vikum eftir að önnur kona hans, Konstansa af Kastilíu, dó af barnsförum. Með henni eignaðist Loðvík eina son sinn, Filippus 2., sem kallaður var Dieudonné (guðsgjöf).

Adela og bræður hennar, Hinrik 1. af Champagne, Teóbald 5. af Blois (sem báðir voru jafnframt tengdasynir Loðvíks) og Vilhjálmur erkibiskup af Reims höfðu mikil áhrif á stjórn ríkisins á seinni ríkisstjórnarárum Loðvíks. Þegar ríkiserfinginn, Filippus 2., giftist Ísabellu af Hainaut og tók að mestu við stjórn ríkisins 1179 og varð svo konungur 1180 þegar faðir hans lést, dró mjög úr völdum Adelu og bræðra hennar. Hún stýrði þó ríkinu upp úr 1190, þegar Filippus var í Þriðju krossferðinni, en dró sig í hlé árið 1192, þegar hann sneri aftur. Eftir það átti hún þó þátt í stofnun margra klaustra.

Börn Adelu og Loðvíks voru Filippus (f. 21. ágúst 1165) og Agnes (líklega fædd 1171), keisaraynja í Býsansríkinu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]